28.1.2009 | 07:24
Gamli Moggi vaknaður upp.
Gamli Mogginn er uppvaknaður, hann er samur við sig, nú skal Sjálfstæðisflokknum bjargað og ekki skeytt um skömm né heiður blaðsins. Blaðamönnum er augljóslega beitt af hörku í áróðrinum, ríkið látið borga áróðurinn með auknu tapi og fækkandi áskrifendum. Herkostnaðurinn sem safnast hefur saman er víst kominn yfir 4000 milljónir það eru rúmar 13,000 kr. pr hvert mannsbarn. Ég ætla að afþakka að greiða minn part í því.
Kv.
Magnús Guðjónsson
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Guðjónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nú er lag að þjóðnýta morgunblaðið - við eigum það tæknilega séð vegna skulda við bankana okkar
Birgitta Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 07:30
Er ekki ágætt að hann vakni nú þegar við hverfum aftur til gamla Stalínismans í boði samfylkingar og VG
Kristinn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 07:38
Það er rétt sem þú segir hérna vinstra megin um þig Magnús, þú hefur ekkert vit á hlutunum. Held að þú ættir að tjá þig varlega um hluti sem þú veist ekkert um. Margir af gallhörðustu vinstriblaðamönnum landsins vinna einmitt við stjórnmálaútskýrinar hjá Mogganum. Umræðan er nú ekki litaðri til hægri en það. Þú skalt bara sleppa að lesa hann ef þér finnst það svona erfitt.
Frey (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 07:46
Mogginn er málsvari Sjálfstæðisflokksins út í eitt og þess vegna ætla ég og vinnufélagar mínir að segja upp áskrift að honum í dag. Auk þess sem blaðið er RÍKISREKIÐ í anda kommúnismans. Og Kristinn, ég held bara að gamli stalinisminn sem þú ert að bulla um sé skárri en frjálshyggjan sem er nú búin að koma þjóðinni í gjaldþrot. Þú vælir bara eins og stunginn grís.
Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:31
Stefán, láttu okkur vita hversu vel þér líkar við gamla stalínismann þegar búið er að slátra 20% þjóðarinnar í nafni pólitískrar rétthugsunar.
Ekki það að ég haldi að Samfylkingin og VG séu að fara að færa landið aftur í einhvern kommúnisma, Samfylkingin er allt of tækifærissinnuð til að halda sig svo við eina stefnu. (Ég er ekki sjálfstæðismaður - áður en einhver fer að sleppa sér í slíkum ranghugmyndum).
Gulli (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:45
Þessi Pétur Blöndal er ekki blaðamaður heldur talsmaður Sjálfstæðisflokkur...
PS: Kristinn þú ert svo krúttleg.. Stalínisma? Það er löngu byrjað: ríkisvæðing bankanna, gjaldeyrislög.. bíddu.. en þetta var gert undir stjórn sjálfsstæðismanna.. ah, já akkúrat.
Reynir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:52
hahaha, hvernig þú nærð að lesa það út úr orðum mínum að ég væli eins og stungin grís er stórkostlegt. Minnir mig reyndar á Stalín og paranojuna, ef prumpuðu ekki á réttan hátt þá voru þeir stungnir eins og grísir.
Kristinn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:01
Grínlaust - Ég er einn af mörgum sem sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum í haust þegar sást hvers konar hægriöfgaöfl stjórna þar og talandi um Stalínisma, þá er hann auðvitað ekki til á Íslandi í dag - Kristinn, ég kalla alla sem ekki hafa séð í gegn um sjálfstæðisflokkinn stungna grísi.
Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:50
Grínlaus Stefán, Ég hef séð í gegnum Sjálfstæðisflokkinn en ég sem betur fer er ekki það vitlaus að labba úr einni vitleysunni í aðra. Þó ég kjósi ekki XD í næstu kosningum ætla ég ekki að kokgleypa bullið í VG og vinstri samfylkingu
Kristinn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:37
Mér líður bara vel að vera hlutlaus og óháður núna Kristinn og mun kanski bara ákveða mig í kjörklefanum ...
Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.